Skip to Content

Uppskeruhátíð framundan

Uppskeruhátíð námsbrautar í náms- og starfsráðgjöf og Félags náms- og starfsráðgjafa verður haldin 9. október 2015 kl. 12:15 -15:30 í Háskóla Íslands, Stakkahlíð, Hamar-Bratti.

Yfirskrift hátíðarinnar er: Náms- og starfsráðgjöf: Lykill að farsælli skólagöngu fjölbreytts nemendahóps. Dagskrá má finna á facebook síðu félagsins. 

Lykill að farsælli skólagöngu fjölbreytts nemendahóps er yfirskrift uppskeruhátíðar meistaranema í náms- og starfsgjöf. Hátíðin er árlegur viðburður á vegum námsbrautar í náms- og starfsráðgjöf við Félags- og mannvísindadeild HÍ og Félags náms- og starfsráðgjafa. Á dagskrá eru fjölbreytt erindi sem fjalla um náms- og starfsferil og ráðgjöf við fólk frá grunnskólaaldri til fullorðinsára. Eitt af meginþemum að þessu sinni er skuldbinding nemenda til náms og skóla og hvernig hún tengist óígrunduðu náms- og starfsvali, þörf fyrir námsráðgjöf og árangri í námi. Jafnframt eru erindi sem fjalla um stefnumótun í náms- og starfsfræðslu og um ráðgjöf við fólk sem stendur frammi fyrir miklum hindrunum á náms- og starfsferli. 

Rannsóknir nemenda og kennara við námsbrautina leika lykilhlutverk í eflingu þekkingargrunns greinarinnar og styrkja náms– og starfsráðgjafa í faglegu starfi. Nýbakaðir meistarar leggja þar að auki íslensku samfélagi lið með rannsóknum sínum og aukinni þekkingu á þörfum fólks og því sem gagnast best við náms– og starfsráðgjöf. Uppskeruhátíðin er því tilvalin fyrir starfandi og verðandi náms– og starfsráðgjafa, sem og aðra áhugasama til að kynna sér nýjustu rannsóknir á sviðinu og auka þannig eigin þekkingu.

 frett | about seo