Skip to Content

Fundur í fagráði

Þann 26. mars héldu náms- og starfsráðgjafar í atvinnulífinu fræðslufund. Fundurinn var haldinn í hjá Iðunni fræðslusetri að Vatnagörðum 20. Á dagskrá voru tvö erindi. Birna Ósk Einarsdóttir framkvæmdastjóri sölu og þjónustusviðs Símans flutti erindið „Ný kynslóð á vinnumarkaði“ og Sigríður Hulda Jónsdóttir sjálfstætt starfandi náms- og starfsráðgjafi flutti erindið „Eftirsóttir færniþættir í atvinnulífi á 21. öldinni“. 

Góð mæting var á fundinn en alls mættu 20 manns. Mynduðust góðar og gagnlegar umræður í kjölfarið yfir kaffibolla og léttum veitingum. frett | about seo