Skip to Content

Dagur náms- og starfsráðgjafa - ráðstefna 30. október nk.

Færni til framtíðar – mótun starfsferils
Föstudaginn 30. október 2015 verður dagur náms- og starfsráðgjafa haldinn hátíðlegur með ráðstefnu á Grand Hótel Reykjavík kl. 08:30 – 13:00 þar sem meginumfjöllunarefnið er færni í þróun eigin starfsferils (Career Management Skills). Að henni standa Norræna tengslanetið um nám fullorðinna (NVL), Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, Félag náms- og starfsráðgjafa og Rannís og Euroguidance. Aðalfyrirlesari er Bo Klindt Paulsen frá Via University Colleges  sem kynnir skýrslu NVL og  ELGPN (The European Lifelong Guidance Policy Networ) um færni í þróun eigin starfsferils. (A Nordic perspective on career competences and guidance, skýrsluna má nálgast HÉR
Markhópur eru stjórnvöld, stjórnendur, náms- og starfráðgjafar og aðrir áhugasamir. Krækja í skráningu er HÉR  

Eftir hádegi tekur síðan við dagskrá sem eingöngu er ætluð félagsmönnum FNS. Sú dagskrá kemur síðar. 

Einnig er vakin athygli á frétt á síðu ráðuneytisins um birtingu skýrslunnar um stefnumótun í náms- og starfsráðgjöf, sjá http://www.menntamalaraduneyti.is/frettir/forsidugreinar/nr/8397



frett | about seo