Skip to Content

Dagur náms- og starfsráðgjafa í dag

Kæru félagsmenn

Í dag er dagur náms- og starfsráðgjafa og óskum við okkur öllum til hamingju með daginn.
Tilgangur dagsins er meðal annars að vekja athygli fólks á þeirri þjónustu sem náms- og starfsráðgjafar veita í skólum og atvinnulífinu.
Við þurfum að vera dugleg að láta í okkur heyra, birta greinar, taka þátt í umræðum, vera virk á samskiptamiðlum og gera það sem þarf til að auka sýnileika okkar sem stéttar.
Í tilefni dagsins hvetjum við ykkur til að setja inn stöðufærslu á samskiptamiðla, birta frétt á heimasíðu eða gera það sem ykkur dettur í hug til að efla sýnileikann.
Í pósti frá formanni má finna skemmtileg heilræðaspjöld og eruð þið hvött til að velja spjald og birta á Facebook eða þeim vettvangi sem þið hafið aðgang að.

Við minnum á að föstudaginn 30. október nk. höldum við upp á dag náms- og starfsráðgjafa með ráðstefnu sem ber heitið “Færni til framtíðar – mótun starfsferils” á Grand hótel í Reykjavík. Hlökkum til að sjá ykkur þar.

Kærar kveðjur,

fyrir hönd Félags náms- og starfsráðgjafa
Ingibjörg Kristinsdóttir, formaður 



frett | about seo