Skip to Content

Aðalfundur FNS 2015. Ný stjórn og nefndir taka til starfa.

Aðalfundur FNS var haldinn þann 17.4. síðastliðinn. Á fundinum voru hefðbundin aðalfundarstörf. Ársskýrslu FNS ásamt fundargerð má finna hér á vefnum. Ingibjörg Kristinsdóttir var kjörin nýr formaður félagsins. Ég óska Ingibjörgu innilega til hamingju með kjörið og velfarnaðar í starfi. Ingibjörg hefur bæði setið í stjórn FNS og fræðslunefnd og er því öllum hnútum kunn hjá félaginu. Ég hef mikla trú á því að þessi kjarnakona eigi eftir að standa sig með prýði í formannsstólnum. Félagsmönnum öllum, ekki síst þeim er setið hafa í stjórn og nefndum, vil ég þakka kærlega samstarfið sl. tvö ár. Þau hafa verið lærdómsrík, skemmtileg og gefandi. 

Að fundi loknum var haldinn vorfagnaður FNS. Viðburðurinn heppnaðist prýðilega og var dansað, hlegið, sungið og spjallað fram á rauða nótt.

Í gær var haldinn fundur nýrrar og gamallar stjórnar þar sem formleg stjórnarskipti urðu. Ný stjórn hefur því tekið við stjórnartaumunum og hafa upplýsingar um stjórnar- og nefndameðlimi verið uppfærðar hér á vefnum. 

Sendi ykkur öllum hlýjar sumarkveðjur, 

Helga Helgadóttir, 

fráfarandi formaður FNS. frett | about seo