Kæru náms- og starfsráðgjafar!
Verkfærakistan er vettvangur til að deila efni og vinna saman. Tillögur vefstjórnar eru að hér verði sett verkefni sem eru tilbúin til notkunar eða efni sem við viljum gjarnan vinna áfram og deila með öðrum. Þá er upplagt að nota þennan vettvang til að koma með hugmyndir að verkefnum en án efa er hugmyndaflugið mikið í okkar öfluga hópi. Þar sem mikið hefur verið rætt um vöntun á svona verkfærakistu er mikilvægt að við virðum vilja félagsmanna til að deila hugmyndum og verkefnum og vonumst því eftir jákvæðum viðbrögðum og fullt af skemmtilegum og hagnýtum verkefnum/hugmyndum.
Efni og verkefnum er skipt eftir skólastigum auk atvinnulífsins.
Þetta efni má nálgast undir hnöppum hér efst til vinstri. Einungis innskráðir félagar FNS hafa aðgang.