Skip to Content

Náms- og starfsfræðsla

Í skýrslu nefndar menntamálaráðherra til Alþingis (2008) er bent á að náms- og starfsfræðsla sé „... frekar óburðug grein í íslensku skólakerfi.“ Markviss náms- og starfsráðgjöf geti hins vegar „... gefið ungu fólki forskot í að afla sér grunnþekkingar og hæfni sem það þarfnast á leið sinni til farsæls náms- og starfsvals.“ Að lokum er þar bent á að fræðsla og ráðgjöf um nám og störf ætti að vera fastur liður í námsskrá hvers skóla auk þess sem bæta þyrfti úr brýnni þörf fyrir námsefni í greininni.
 
Í almennum hluta nýrrar Aðalnámskrár grunnskóla (2011) segir að búa eigi nemendur "... undir frekara nám með markvissri náms- og starfsfræðslu, víðtækri kynningu á námi sem í boði er að loknu skyldunámi, kynningu á atvinnulífinu og hvernig nám býr fólk undir fjölþætt störf sem bjóðast í samfélaginu."
 
Hver er staða náms- og starfsfræðslu í grunnskólum annars um þessar mundir?


page | about seo